Ferð sem styrkir teymið

Fyrirtæki nota okkur þegar þau vilja ferð sem er vel skipulögð, sérsniðin að hópnum og keyrð af leiðsögumönnum sem kunna sitt fag. Við tökum yfir alla framkvæmd: tímasetningar, búnað, öryggi, hraða hópsins og auðvelt flæði frá upphafi til enda. Markmið okkar er einfalt: ekkert vesen bara góð ferð sem allir ná að njóta.

Einföld Ferð

Stutt og frábær hópferð sem hentar þeim með þétta dagskrá.


1 klst ferð fyrir þá sem vilja snögga, einfalda og vandaða upplifun.

Frábær leið um Grindavíkur svæðið sem sýnir breytingu á landslagi seinustu ár. Fullkomin leið til að skoða nýja gossvæðið á öruggan hátt, með fólki sem þekkir svæðið fullkomlega.


Hentar öllum stærðum og gerðum hópa.


Verð frá 12.500kr á mann

Miðað við tvo á hjóli


Fá tilboð

Extended Ferð

Heildstæð og sveigjanleg upplifun sem hentar flestum fyrirtækjum.


2 klst ferð fyrir þá sem vilja meira. leiðsögn og hraði er aðlagað að hópnum, sem tryggir frábæra upplifun allra í hópnum.

Sérvalin leið sem hentar öllum tegundum hópa.

möguleiki að bæta við mat eftir ferð og jafnvel að fá leigu á aðstöðu fyrir hópinn til að njóta og slaka á eftir á gegn gjaldi.


Þessi möguleiki hentar þeim sem vilja aðeins meira svigrúm, lengri ferð og betri heildarupplifun fyrir hópinn.


Verð frá 17.500kr á mann.

Miðað við tvo á hjóli.

Fá tilboð

Upplifðu Grindavík

Fjórhjóla ferð, Matur og Kynning um eldgos við Grindavík


Þessi pakki sameinar upplifun og fræðslu á einstöku svæði sem hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Farið er í 1,5 klst fjórhjólaferð um Reykjanesið þar sem þátttakendur upplifa landslagið sem mótast hefur af nýlegum eldgosum, með völdum stoppistöðvum þar sem farið er yfir jarðfræði og áhrif gosanna á svæðinu.


Að ferð lokinni tekur við sameiginleg máltíð. Þar sem hægt er að njóta saman eftir ferð. Papa's Pizza sér um matinn.

Þar er hægt að sjá mynda og upplýsinga sýningu um eldgos og jarðhræringar við Grindavík.


Pakkinn hentar fyrirtækjum sem vilja bjóða upp á upplifun sem sameinar fjör, þekkingu og samveru. Útfærsla er sveigjanleg og aðlöguð að hópastærð, tímaramma og þörfum hvers hóps.


Verð frá 18.000kr á mann.

Miðað við tvo á hjóli.

Fá tilboð

Signature Ferð

Fjórhjóla ferð fyrir þá sem vilja magnaða upplifun.


3-4 klst ferð sem fer með ykkur um bestu staði á Reykjanesi.

Ekið er um yndislegt landslag. Á leiðinni eru valin stopp þar sem hópurinn fær innsýn í jarðhita, eldfjallavirkni og hvernig landslagið hefur mótast af náttúruöflum.

Ferðin sameinar akstur, laufléttar göngur, og frábæra upplifun á svæðinu sem farið er um. Hraði og leið er aðlöguð að hópnum, leiðsögumaður sér um flæði og öryggi alla leið.


Þessi ferð hentar þeim sem vilja einstaka og eftirminnilega upplifun.


Verð frá 25.500kr á mann.

Miðað við tvo á hjóli.

Fá tilboð

Bókaðu ógleymanlega upplifun fyrir þinn hóp

Við tökum við öllum bókunum og fyrirspurnum fyrir hópa í gegnum tölvupóst. Láttu okkur vita af hópastærð og dagsetningu, við sjáum um rest.

Fá tilboð